Pétur Pókus í Heimsmetabók Guinness

Viðurkenningarskjal frá Guinness um að Pétur Pókus hafi verið skráður ...
Viðurkenningarskjal frá Guinness um að Pétur Pókus hafi verið skráður þar.
Töframaðurinn Pétur Pókus - sem m.a. hefur stundað sverðagleypingar - fékk það staðfest í gærmorgun að hann væri kominn í Heimsmetabók Guinness ásamt átján öðrum sverðagleypum. Metið var sett árið 2002 á ráðstefnu Félags sverðagleypa (Sword Swallowers Association International) í Wilkes-Berre, Pennsylvaníu.

Pétur segir að formaður Sverðagleypafélagsins hafi hringt í hann og beðið hann um að koma út til að taka þátt í atinu.

"Þeir eru ekki margir sem stunda þetta reglubundið og reyndar er ég hættur þessu í dag. Ætli það séu ekki um 70 manns í félaginu og þrátt fyrir að vera hættur gleypingunum er ég enn virkur í félagsskapnum."

Pétur segist hafa hætt, einfaldlega vegna þess að þetta er ekki hollt til langframa.

"Ég tók að gleypa blöðrur í staðinn!"

Sverðagleypafélagið kemur saman einu sinni á ári og segir Pétur þetta skemmtilegan félagsskap.

Hann á ekki von á því að menn hlaupi nú upp til handa og fóta og reyni að slá metið þar sem iðkendur þessarara sérstöku íþróttar séu það fáir.

"En það er óneitanlega gaman að fá frétt um það á mánudagsmorgni að maður sé kominn á spjöld sögunnar," segir hann og hlær við.

www.swordswallow.com