Upprisa Hjálmanna

Hjálmarnir í Nasa um helgina.
Hjálmarnir í Nasa um helgina. mbl.is/Eggert
Reggísveitin Hjálmar kom aftur saman um helgina í fyrsta skipti í sjö mánuði. Á föstudaginn lék sveitin fyrir Akureyringa en á laugardag hélt sveitin tónleika á skemmtistaðnum NASA.

Tónleikarnir á laugardag voru vel sóttir og þrátt fyrir að meðlimir sveitarinnar staðhæfi að hún sé hætt er ljóst að hún á sér ennþá heilmarga aðdáendur sem kunna að meta þjóðlega reggíhljóma þessarar íslensk-sænsku hljómsveitar – eins þversagnakennt og það getur hljómað.

Stemmningin góð á NASA og óskandi að fleiri „óstarfandi" hljómsveitir tækju sér Hjálma til fyrirmyndar.