Körfubolti og skerandi ljós

Tilvist mannsins og þeir kraftar sem knýja hann áfram, er innblásturinn að innsetningu Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar, sem sýnd er í D-sal Listasafns Reykjavíkur. Geirþrúður er önnur í röð myndlistarmanna sem kynntir verða í sérstakri sýningarröð safnsins, D-salnum, sem helguð er efnilegum myndlistarmönnum.

D-salurinn er framtíðarverkefni safnsins og vinna listamenn sem þar sýna ný verk fyrir salinn. Í lok hvers árs verður sýningum D-salarins svo fylgt úr hlaði með útgáfu sýningarskrár.

Í verki Geirþrúðar, Hinn firrti áhorfandi, driplar starfsmaður safnsins körfubolta taktfast undir óviðfelldnu, skerandi ljósi sem blikkar stöðugt, eins og segir í lýsingu frá safninu. Verkið fjalli um körfubolta og „fráhvarf hans frá veruleikanum eins og við þekkjum hann við undirleik ljóðrænnar og tilvistarfræðilegrar firringar Air og Spacemen 3.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn verður með rólegasta móti. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn verður með rólegasta móti. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst.