Steingrímur er „sannur grínisti"

Hanna Styrmisdóttir ásamt Steingrími Eyfjörð.
Hanna Styrmisdóttir ásamt Steingrími Eyfjörð. mbl.is/ÞÖK

Sýning Steingríms Eyfjörðs á Feneyjatvíæringnum, Lóan er komin, hefur fangað athygli listapenna breska dagblaðsins The Observer, Lauru Cumming.

Cumming segir í úttekt sinni á því merkasta sem fyrir augu ber á Feneyjatvíæringnum að í Steingrími hafi Íslendingar fundið hinn sanna grínista. Grínistinn Eyfjörð hafi ráðfært sig við álf í því skyni að finna falinn "sauða-penna", sem sé að sjálfsögðu tómur. "Sprenghlægileg ævintýraferð í myndum og máli sem ýkir hefðir landsins," segir Cumming um sýningu Steingríms. Hún er augljóslega hrifin af sýningunni þar sem hún minnist á hana í inngangi að greininni, og tvíæringnum almennt, sem hún segir einn þann besta í áratugi.

Feneyjatvíæringurinn er stundum kallaður heimsmeistaramót í myndlist, en þar sýna hvorki fleiri né færri en 800 myndlistarmenn. Verk Steingríms er byggt á viðtölum við um 20 einstaklinga um margvíslega menn og málefni, þ.ám. Benedikt Gröndal, trú á álfa og huldufólk, skák og ýmsa aðra þætti íslenskrar menningar. Það er kafað djúpt í menningararfleifð Íslendinga og margt kemur upp úr kafinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson