Enn á lífi þrátt fyrir fregnir um hið gagnstæða

Myrtice West
Myrtice West AP

Myndlistamaðurinn Myrtice West segir að þrátt fyrir að sjón hennar hafi versnað og hún sé heldur hægari en hún hafi áður verið þá sé hún enn á lífi. Í sýningarskrá sem Listasafn Georgíuríkis í Bandaríkjunum hefur gefið út kemur fram að West hafi látist árið 2005.

Í samtali við AP fréttastofuna segir West, sem er 84. ára að aldri, að fregnir af andláti hennar séu ótímabærar. Verk eftir West er til sýnis í listasafninu ásamt verkum fleiri sjálfmenntaðra listamanna. Eins og áður sagði segir í sýningarskránni að West hafi látist árið 2005 en ekki liggur fyrir hvernig upplýsingarnar um andlát hennar voru fengnar. West segist hafa frétt af andláti sínu í kirkju síðastliðinn sunnudag. Að hennar sögn horfðu allir hálfundarlega á hana í kirkjunni þar til einhver kom til hennar og sagði henni fréttina.

Paul Manoguerra, sýningarstjóri sýningarinnar í listasafninu, segist ekki vita hvernig villan slæddist inn í sýningarskrána en eiginmaður West lést árið 2005 og greint er frá því á vef listakonunnar. Segist hann telja að misskilningurinn sé tilkominn vegna þess.

West hefur hins vegar ekki þungar áhyggjur af þessu enda hafi hún sjálf gert mörg mistök um ævina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Gunnhildur Hauksdóttir: vás

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.