Dýrasti bjór í heimi

Jens Eiken með flösku af Vintage No. 1.
Jens Eiken með flösku af Vintage No. 1. AP

Í auglýsingum um Carlsberg bjór segir að það sé sennilega besti bjór í heimi. Enginn vafi leikur hins vegar á því, að ný bjórtegund fyrirtækisins, Vintage No. 1, er dýrasti bjór í heimi.

Hver flaska af þessum bjór kostar 2008 danskar krónur, sem samsvarar um 25.790 íslenskum krónum auk nokkurra aura.  Að sögn Jens Eiken, bruggara hjá  Carlsberg ASA, voru aðeins framleiddar 600 37,5 sentílítra flöskur af þessum bjór og flestar þeirra verða til sölu á þremur af fínustu veitingahúsunum í Kaupmannahöfn. Þegar hafa 52 flöskur selst.

„Við teljum að til sé fólk, sem vilji greiða þetta verð fyrir að smakka ótrúlega góðan bjór eða geyma hann á arinhillunni," sagði Eiken.

Hann sagði, að leyndarmálið á bak við framleiðsluna væri m.a. að bjórinn, sem 10,5% að styrkleika, er geymdur í sænskum og frönskum sérsmíðuðum eikartunnum í myrkri hvelfingu, 15 metrum undir elsta brugghúsi fyrirtækisins. Segir sérfræðingurinn, að bragðið af bjórnum minni á sveskjur, karamellu, vanillu, eik og kirsuberjapúrtvín og best sé að drekka hann með góðum blámygluosti og í félagsskap náins vinar.

Á hvern flöskumiða er að auki stimplað grafíklistaverk eftir danska listamanninn  Frans Kannike. Segir Eiken, að vegna þessa sé hægt að selja glerið fyrir 500 danskar krónur. 

Flöskumiðarnir eru listaverk eftir Frans Kannike.
Flöskumiðarnir eru listaverk eftir Frans Kannike. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.