22 opnaður að nýju

Gunnar og Íris Dögg Konráðsdóttir, sem er eigandi staðarins ásamt …
Gunnar og Íris Dögg Konráðsdóttir, sem er eigandi staðarins ásamt þeim Páli Gunnari Ragnarssyni og Elmari Erni Guðmundssyni. mbl.is/G. Rúnar

„Við ætlum að breyta staðnum úr þeirri teknóbúllu sem hann var orðinn, sóðalegur og illa farinn. Í staðinn ætlum við að létta hann upp, vera með góðan og traustan mat á mjög góðu verði. Þá ætlum við líka að vera með léttari tónlist, þannig að það verði bara gott partí inni á staðnum,“ segir Gunnar Már Þráinsson, veitingamaður á skemmti- og veitingastaðnum 22 sem verður opnaður á föstudaginn.

Staðurinn er til húsa á Laugavegi 22 í Reykjavík, á sama stað og hinn upprunalegi 22 var á árum áður. Undanfarin ár hefur veitinga- og skemmtistaðurinn Barinn hins vegar verið rekinn í húsinu.

Gunnar segir að 22 muni koma til móts við viðskiptavini sína í þeirri kreppu sem nú stendur yfir. „Við ætlum ekki að hafa hátt verð á mat og drykk, dýrasti rétturinn verður til dæmis á 1.290 kr. Svo verður hægt að fá léttvínsflösku á 2.300, en 2.100 með mat. Loks verður hálfur lítri af bjór á 600 kr.,“ segir Gunnar og bætir því við að líkt og venjulega þegar skipt er um nafn á skemmtistað hafi verið lappað upp á útlit hans.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant