Brattur á brettinu

Halldór Helgason tekur við verðlaunafénu í Noregi. Andreas Wiig afhenti …
Halldór Helgason tekur við verðlaunafénu í Noregi. Andreas Wiig afhenti það sjálfur.

Halldór Helgason, 18 ára piltur úr Hörgárbyggð í Eyjafirði, sigraði á dögunum á sterku snjóbrettamóti í Geilo í Noregi; hafði þar betur í einvígi við tvo mjög þekkta kappa og hlaut 100.000 norskar krónur í sigurlaun. Það eru tæpar tvær milljónir íslenskra króna.

Halldór fetaði aðeins níu ára í fótspor eldri bróðurins, Eiríks, sem einnig hefur getið sér gott orð á snjóbretti. Báðir hafa verið meira og minna erlendis síðustu ár og Halldór stundar nú nám við snjóbrettaskóla í Svíþjóð þótt mestur tíminn fari raunar í flakk um heiminn ásamt kvikmyndatökumönnum. Þær upptökur eru fyrir kvikmynd sem væntanlega verður tekin til sýningar í haust.

Hann segir starfið draumi líkast. Í vetur hefur Halldór verið við stökk og myndatökur í Ástralíu, Austurríki, Sviss, Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi og hér heima á Íslandi.

Mótið í Noregi er kennt við Andreas Wiig, goðsögn í snjóbrettaheiminum, og hann var einmitt einn keppenda. Það að sigra slíkan kappa þykir glæsilegt afrek. Annar frægur, Torstein Horgmo, keppti á mótinu og laut í lægra haldi fyrir Halldóri. Bæði Horgmo og Wiig hafa sigrað á X-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum, stærstu snjóbrettakeppni í heiminum árlega, en þangað er aðeins þeim bestu boðið.

Halldór sigraði á mótinu í Noregi með glæsilegu tvöföldu heljarstökki aftur á bak með tvöfaldri skrúfu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes