Þjóðlög á jakútsku, rússnesku og íslensku

Kjuregej Alexandra Argunova.
Kjuregej Alexandra Argunova.

Hljómplötuútgáfan Warén Music gefur í dag út hljómplötuna Kjuregej – Lævirkinn.

Á henni syngur sakha-jakútíska listakonan Kjuregej Alexandra Argunova sextán lög, flest þeirra þjóðlög á jakútsku en einnig lög á rússnesku og íslensku.

Á plötunni má m.a. finna fágætar upptökur með Kjuregej, hljóðritaðar í Ríkisútvarpinu árið 1972.