Sjúk í súputeninga

Jennifer Aniston hefur aldrei litið betur út; hún er hreystin uppmáluð og geislar af hamingju. Leikkonan hefur lítið fyrir því að tolla í góðu formi og fylgir ekki ströngu matarræði. Hún er sjúk í salt og þegar hún var barn tók hún súputeninga fram yfir sleikjó.

Í viðtali við sjónvarpsstöðina Extra kvaðst Aniston hafa mjög góða matarlyst og aldrei fylgja ströngum reglum varðandi mat. Hún væri þó sólgnari í saltan mat en sætan og í raun mætti segja að hún væri veik fyrir salti.

„Ég fæ aldrei nóg af mexíkóskum mat,“ sagði leikkonan. „Ég er sjúk í salt. Þegar ég var barn bað ég aldrei um sleikjó heldur fór inn í eldhús og sótti mér súputening.“

mbl.is