Verkið hefur tilvísun í persónulega reynslu

Toshiki Toma við verkið eftir Magréti Reykdal.
Toshiki Toma við verkið eftir Magréti Reykdal.

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, valdi verk (án titils) eftir Margréti Reykdal myndlistarkonu á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag. Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni og segja gestum frá því á hverjum fimmtudegi. Alls hafa 10 manns valið verk vikunnar frá því sýningin opnaði þann 2. febrúar en Toshiki Toma er sá síðasti í röðinni. Mbl.is hefur frá upphafi sagt frá vali á verki vikunnar.  Þá hafa verið tekin upp viðtöl við alla sem hafa valið verkin. Hægt er að nálgast þau á vef Listasafns Reykjavíkur: listasafnreykjavikur.is

 Sýningin Flæði hefur verið alfarið endurnýjuð frá því hún var opnuð þann 2. febrúar en verkum er sífellt skipt út, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Almenningi gefst því einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur meðan á henni stendur eða til 20. maí.

Toshiki Toma sagði þetta m.a. um ástæður fyrir vali sínu í dag:

 „Mér fannst þetta verk tilkomumest á sýningunni því það hefur tilvísun í persónulega reynslu mína. Verkið lýsir villtri og sterkri náttúru og á því eru tvær manneskjur sem ganga saman og leiðast, þetta gætu verið feðgar eða afi og barnabarn. Útsýnið í verkinu minnir mig á Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi þar sem ég bjó um hríð ásamt þáverandi eiginkonu minni og tveggja ára syni fyrst eftir að ég flutti til landsins fyrir 20 árum. Þar er mikil náttúra og á þeim tíma bjó þar fátt fólk. Þetta var á margan hátt erfiður tími, ég var atvinnulaus, skildi ekki íslensku og hafði áhyggjur af afkomu minni.

Stundum leið mér mjög illa og fannst ég ekki vera neitt í þessum heimi. En það breyttist þegar ég fór út að ganga í náttúruna með syni mínum og leiddi hann, eins manneskjurnar gera á þessari mynd. Þá fann ég til stuðnings og hvatningar. Það að taka í höndina á annarri manneskju er merkileg gjörð, einföld en á sama tíma tengir hún manneskjurnar saman. Og þannig er lífið, manneskja verður að manneskju þegar hún er í samskiptum við aðra og þetta málverk lætur mig minnast þess.“

 Um listamanninn:

 Margrét Reykdal (1948) er búsett í Noregi en þar stundaði hún nám við listaháskóla á árunum 1968-76. Hún hefur jafnframt prófgráðu í listasögu frá Oslóarháskóla. Margrét hélt sína fyrstu sýningu árið 1974 að Hamragörðum. Verk eftir hana hafa jafnframt verið sýnd á Kjarvalsstöðum 1978 og 1981. Þá hefur hún haldið sýningar í Gallerí Borg, Norræna húsinu, Hafnarborg og Gallerí Umbru. Hún hefur einnig haldið sýningar í Noregi og Danmörku.

Án titilsins er olíumálverk frá árinu 1980. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.