Varpa ljósi á atburðarásina í Las Vegas

Fjöldamorðinginn skaut út um glugga á 32. hæð á Mandalay …
Fjöldamorðinginn skaut út um glugga á 32. hæð á Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas. AFP

Nýtt myndskeið frá New York Times varpar ljósi á atburðarásina hörmulegu í Las Vegas 1. október, er 58 létust og hundruð særðust í mannskæðasta fjöldamorði í sögu Bandaríkjanna.

Myndskeiðið var unnið með því að setja saman 30 myndskeið frá sjónarvottum á svæðinu, greina nákvæmlega hvar þau voru tekin og klukkan hvað.

Þannig fæst samansett mynd af atburðarásinni í fjöldamorðinu hörmulega og vel sést hversu mikil ringulreið og hræðsla greip um sig á meðal tónleikagesta á þeim tíu mínútum sem árásin stóð yfir.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

mbl.is