Fyrsta tónlistarmyndband Steinars

Hjartaknúsarinn Steinar var í viðtali hjá Monitor í síðasta blaði. Steinar er átján ára gamall Verzlingur sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í íslenskt tónlistarlíf og hyggur á plötuútgáfu í nóvember. Steinar hefur sent frá sér eitt lag hingað til, og hefur það fengið mikla og góða hlustun bæði í útvarpi og á Youtube. Rétt í þessu lét Steinar frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband, en það er við hið margumrædda lag, Up. Myndbandið má sjá hér að neðan.

mbl.is