Illa svikinn af æskuvininum

Ryan Reynolds var illa svikinn af vini sínum.
Ryan Reynolds var illa svikinn af vini sínum. AFP

Leikarinn Ryan Reynolds gekk í gegnum erfiða reynslu skömmu eftir að dóttir hans James kom í heiminn, þegar einn af nánustu vinum hans setti sig í samband við fjölmiðla og bauð þeim myndir af dótturinni til sölu.

„Maður sem ég hafði þekkt allt mitt líf, einn af mínum náustu vinum úr æsku, hafði reynt að selja myndir af barninu mínu,“ sagði Reynolds í nýlegu viðtali vð GQ. „Ég kom í veg fyrir það, sem er gott. En þetta var erfitt tímabil. Slæmar tvær vikur.“

Leikarinn hafði þekkt manninn í 25 ár.

„Þetta var eins og dauði. Þetta var einn af þessum hlutum sem er hræðilegt að uppgötva,“ sagði Reynolds, en viðkomandi hugðist hafa fjárhagslegan ávinning af uppátækinu og taldi að að ekki myndi komast upp um hann.

„Þetta var svo sláandi. Það er ekkert samtal sem getur átt sér stað. Þetta er bara: Jæja, því miður mun ég aldrei hitta þig eða tala við þig aftur. Það var eiginlega þannig sem þetta æxlaðist.“

Reynolds, sem leikur í aðalhlutverkið í and-hetjumyndinni Deadpool, segir föðurhlutverkið hafa breytt sér, en eiginkona hans og barnsmóðir er leikkonan Blake Lively.

„Ég hef komist að því að margar ótrúlega margar klisjur eru fullkomlega sannar. Hérna er t.d. krakki sem ég myndi vaða eld fyrir. Ókei, kannski ekki eld. En ég myndi ganga yfir mjög heitt malbik. Og loðna mottu.“

Huffington Post sagði frá.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ONHBaC-pfsk" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.