Ballettdans á sundlaugarbakkanum

Færri komust að en vildu þegar súrrealíska költ-hryllingsmyndin Suspiria var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Sundbíóið var einn af fjölmörgum viðburðum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival (RIFF). Að sögn Gunnars Hanssonar, kynningarfulltrúa hátíðarinnar, voru ballettdansarar á sundlaugarbökkum og sundhöllin lýst upp, en Suspiria fjallar um dansara sem flytur til Þýskalands til þess að læra við ballettskóla.

Sundlaugargestum var boðið upp á veitingar ofan í lauginni og segir Gunnar að mikil og góð hryllingsmyndastemning hafi verið í Sundhöllinni, sem hentar vel til hryllingsmyndasýninga að hans mati.

„Þessi hátíð er matröð kynningarfulltrúans,“ sagði Gunnar léttur í bragði þegar mbl.is náði tali af honum. Bíósýningar á hátíðinni telja alls um 300 og þar af eru 50 af þeim með hinu vinsæla „spurt og svarað“ fyrirkomulagi, þar sem gestum sýningarinnar gefst tækifæri á því að spyrja leikstjóra og aðra spurninga er snúa m.a. að þeirra hugmyndum um þær myndir sem eru til sýningar að hverju sinni.

Í Kópavogslaug var einnig sundbíó í dag fyrir yngsta áhorfendahópinn, en þar var Múmínálfamyndin sýnd, segir Gunnar. „Það seldist strax upp svo við ákváðum að bæta við annarri sýningu. Það seldist líka upp á hana,“ segir hann.

Lokahóf hátíðarinnar fer fram á laugardaginn næstkomandi, en hátíðinni lýkur sunnudaginn 4. október.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes