Sótsvartur húmor í ræðu Rock

Aðalkynnir Óskarsverðlaunanna, Chris Rock,  gerði það ljóst frá upphafi að ekki yrði hlaupið yfir hvítþvott verðlaunanna þetta árið án umræðu á hátíðinni sjálfri. Efnið var nánast það eina sem komst fyrir í ræðunni en eins og fjallað hefur verið um er 2016 annað árið í röð þar sem aðeins hvítir leikarar eru tilnefndir til verðlauna.

„Hey! Jæja, ég er hér á verðlaunahátíð Kvikmyndaakademíunnar – einnig þekkt sem hvítu People‘s Choice verðlaunin,“ voru fyrstu orð Rock þetta kvöldið.

Hann velti því fyrir sér afhverju þessi tiltekna hátíð, sem er sú 88. sinnar tegundar, olli svo miklu fjaðrafoki í ljósi þess að lítið hafði verið um annað en hvíta einstaklinga meðal tilnefndra hingað til.

Sagði hann að líklega hefðu svartir Bandaríkjamenn ekki mótmælt flest árin þar sem þeir voru „of uppteknir við að vera nauðgað og hengdir án dóms og laga til að láta sig varða hver vann fyrir bestu kvikmyndatökuna.“

„Þú veist, þegar amma þín sveiflast neðan úr tré er mjög erfitt að láta bestu erlendu stuttheimildarmyndina sig varða,“ sagði hann.

Rock skaut einnig föstum skotum á þá gagnrýnendur Óskarsverðlaunanna sem vildu að hann hætti við þátttöku sína til að sýna svörtum leikurum samstöðu.

„Þeir munu ekki hætta við Óskarinn þó ég hætti, þú veist? Og það síðasta sem ég þarf á að halda er að missa annað starf til Kevin Hart,“ sagði Rock. Hart er svartur grínisti, líkt og Rock, sem gaf með gríninu í skyn að hann hefði sjálfur verið valinn í starf kynnis sökum húðlitar síns.

Þótt Rock hlyti ekki dynjandi lófatak á eftir hverjum einasta brandara hlaut hann nokkuð stöðugar undirtektir jafnvel þegar hann réðst að stórum nöfnum innan kvikmyndageirans. T.a.m. gaf hann í skyn að Jada Pinkett Smith hefði aðeins sniðgengið verðlaunin vegna þess að eiginmaður hennar Will Smith var ekki tilnefndur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Concussion.

„Það að Jada sniðgandi Óskarinn er eins og að ég sniðgangi nærbuxur Rihönnu,“ sagði grínistinn. „Ég var ekki boðinn!“

Á sama tíma gerði Rock það full ljóst að stór vandamál steðjuðu að samfélagi svartra í Bandaríkjunum og benti á lögregluofbeldi síðustu missera sem hirt hefur fjölda svartra lífa og er rót „Black Lives Matter“ hreyfingarinnar.

„Þetta ár, verður „Í minningu“ pakkinn bara með svörtu fólki sem var skotið á leiðinni í bíó,“ sagði Rock og vísaði þar til árlegrar minningarathafnar Óskarsverðlaunanna fyrir látna meðlimi Akademíunnar.

Inn á milli verðlaunaafhendinga hafa einnig verið sýnd leikin atriði sem öll hafa hent grín að litleysi verðlaunanna. Þegar þetta er skrifað stendur athöfnin enn yfir og Rock gæti enn tekið upp á ýmsu.

Chris Rock just nailed the race issue in his Oscars monologue.

Chris Rock just nailed the race issue in his Oscars monologue.

Posted by Vulture on Sunday, February 28, 2016
Rock vakti mikla lukku þrátt fyrir að skjóta föstum skotum.
Rock vakti mikla lukku þrátt fyrir að skjóta föstum skotum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson