Er Björk að gefa út lag með Kanye?

Sameina Björk, Kanye West og Drake krafta sína?
Sameina Björk, Kanye West og Drake krafta sína? Samsett mynd

Er Björk að gefa út lag með Kanye West? Þetta er spurning sem eflaust margir aðdáendur söngkonunnar spyrja sig nú en í dag birtist mynd á Snapchat-aðgangi Cashmere Cat, framleiðanda Kanye, þar sem Björk og rapparinn Drake voru titluð sem meðflytjendur lagsins Wolves.

„Cashmere Cat, framleiðandi Kanye West, gæti hafa uppljóstrað leyndarmáli um meðflytjendur rapparans á plötunni The Life Of Pablo,“ segir á vef Fact Magazine sem greindi fyrst frá. Þar segir jafnframt að Kanye hafi nýlega gefið loforð á Twitter-síðu sinni um að hann ætli að endurbæta lagið Wolves frá fyrri útgáfu, þar sem Frank Ocean hefur auk annarra verið meðflytjandi.

Frétt Fact Magazine.

mbl.is