Er Harpan á Rhode Island?

Grámyglulegur himininn er nú eitthvað kunnuglegur líka.
Grámyglulegur himininn er nú eitthvað kunnuglegur líka.

Afhverju vill verslunarráð Rhode Island að ég fari til Íslands?

Að þessu kynnu einhverjir að spyrja sig eftir að hafa horft á fyrstu tíu sekúndurnar af nýjasta kynningarmyndbandi The Rhode Island Commerce Corporation en myndbandið er hluti herferðar sem kostaði 4,5 milljón Bandaríkjadali og er ætlað að kynna ferðamennsku og störf í ríkinu.

Í einu skoti myndbandsins sést maður á hjólabretti renna sér fyrir framan stóra glerbyggingu og á því augnabliki segir kynnir myndbandsins „Ímyndaðu þér stað sem er eins og heimili þitt en er nógu einstakur til að þér leiðist aldrei“.

Eins og fjölmargir netverjar hafa bent á virðist umræddur staður vera tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík.

Myndskeiðið hefur nú verið fjarlægt af YouTube en það er hluti stærri herferðar sem afhjúpuð var í gær og inniheldur nýtt einkennismerki og ný einkunnarorð ríkisins: „Rhode Island: Svalari & hlýrri.“

Framleiðendur myndbandsins segja öll skot í myndbandinu hafa verið tekin upp í Rhode Island en það verður að viðurkennast að byggingin er ansi kunnugleg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson