Bieber fer huldu höfði í Amsterdam

Justin Bieber er augljóslega mikill brandarakall.
Justin Bieber er augljóslega mikill brandarakall. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Ungstirnið Justin Bieber fór huldu höfði í Amsterdam á föstudaginn, eða svona hér um bil, en hann sást skarta hárkollu, sólgleraugum og sérkennilegu yfirvaraskeggi þar sem hann rölti um götur borgarinnar.

Bieber hefur greint frá því að honum líði stundum eins og dýri í búri sökum frægðar sinnar, enda er hann hundeltur af aðdáendum hvert sem hann fer. Þá getur verið freistandi að skella á sig hárkollu og gerviskeggi.

Gervið virkaði þó ekki sem skyldi, heldur dró bara frekari athygli að kappanum líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

Ekki er ljóst hvort Bieber hafi í raun talið sig geta villt um fyrir aðdáendum sínum, eða hvort hann sé bara spenntur fyrir hrekkjavökunni sem haldin verður í lok mánaðar.

Bieber tókst ekki að afvegaleiða aðdáendur sína með gervinu.
Bieber tókst ekki að afvegaleiða aðdáendur sína með gervinu. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson