Beyoncé sest í stól blaðamannsins

Glæsileg á forsíðu Interview.
Glæsileg á forsíðu Interview.

„Ég er svo glöð með að fá að taka þetta viðtal við þig því ég er án efa mesti aðdáandi þinn og ég er ofurstolt af þér,“ segir Beyoncé við litlu systur sína Solange í byrjun viðtals sem hún var fengið til að taka fyrir tímaritið Interview Magazine. Tilefni viðtalsins er nýútkomin plata Solange, A Seat at the Table.

Lengi vel hefur það verið gefið til kynna að það hafi reynst Solange erfitt að alast upp í skugga stóru systur sinnar en samkvæmt Beyoncé var það hún sem leit alltaf upp til Solange og dáðist að hæfileikum hennar.

Beyonce segist hafa vitað það mjög snemma að systir hennar væri mjög sérstök og að hún myndi ná langt. „Solange var með Alanis Morissette og Minnie Riperton á heilanum, sem og að skapa prent á föt. Hún hefur alltaf haft sterkar skoðanir og ákveðinn stíl.“


Solange segist hafa heillast að því að getað tjáð sig með mismunandi hætti; röddinni, klæðnaði, dansi, ljóðum og þess háttar.

Solange segir uppeldið á heimilinu hafa einkennst af hæfileikum og sterkum persónum. „Ég áttaði mig strax á því að ef ég vildi láta hlusta á mig þurfti ég að láta heyra í mér.“

Solange hrósar Beyoncé mikið í viðtalinu og þakkar henni fyrir að hafa verið þolinmóðasta, ástríkasta og dásamlegasta systir veraldar.

Systurnar saman á rauða dreglinum fyrir all nokkrum árum.
Systurnar saman á rauða dreglinum fyrir all nokkrum árum. AFP
 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson