Baltarsar vinnur með Richardson

Baltasar og Richardson.
Baltasar og Richardson. Ljósmynd/Heimir Sverrisson

Baltasar Kormákur hefur fengið til liðs við sig kvikmyndatökustjórann Robert Richardson til að vinna að kvikmyndinni Adrift, sem mun skarta Shailene Woodley og Sam Clafin í aðalhlutverkum.

Richardson hefur þrívegis unnið til Óskarsverðlauna; fyrir JFK, The Aviator og Hugo. Þá hefur hann hlotið sex tilefningar til viðbótar; fyrir Hateful Eight, Django Unchained, Inglorious Basterds, Snow Falling on Cedars, Born on the Fourth of July og Platoon.

„Það er mér mikill heiður að fá að vinna með Robert. Hann er einn fremsti tökumaður heimsins í dag. Hann er búinn að vera stýra kvikmyndatöku í hart nær 30 ár. Slík reynsla er ómentanleg við gerð Adrift, sem gerist nær öll á sjó,“ segir Baltasar um tíðindin.

Framleiðsla myndarinnar er í höndum STX Entertainment, Baltasar Kormáks og RVK Studios en um er að ræða sanna sögu ungrar konu og unnusta hennar sem lenda í einu versta óveðri sem um getur á Kyrrahafinu á leið sinni frá Tahítí til Kaliforníu.

mbl.is