Gung-Ho í Laugardalnum - myndir

Gung-Ho fór fram í fyrsta skipti á Íslandi í gær.
Gung-Ho fór fram í fyrsta skipti á Íslandi í gær. mbl.is/Hanna

Hindrunarhlaupið Gung-Ho fór fram í fyrsta skipti á Íslandi í Laugardalnum í gær. Um 4.000 manns tóku þátt í hlaupinu og var uppselt. Að sögn Davíðs Lúthers Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóra Gung-Ho, gekk hlaupið mjög vel. 

„Við erum búin að halda Color Run í þrjú ár og það hefur gengið glimrandi, þannig að við ákváðum að bæta þessu líka í flóruna,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Hlaupið er skemmtihlaup fyrir alla fjölskylduna. Hindr­anin­ar eru fjöl­breytt­ar að stærð og sum­ar ör­lítið krefj­andi. Davíð segir hlaupið verða haldið aftur að ári og er nú þegar farið að vinna að því að finna hentuga dagsetningu. 

Veðrið lék við hlauparana og ljósmyndari mbl.is fangaði stemminguna.  

mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is