Gefa börnunum sínum ekki jólagjafir

Mila Kunis og Ashton Kutcher ætla ekki að spilla börnunum ...
Mila Kunis og Ashton Kutcher ætla ekki að spilla börnunum sínum með gjöfum. Skjáskot af Daily Mail

Leikararnir Mila Kunis og Ashton Kutcher ætla ekki að gefa börnunum sínum jólagjafir. Kunis og Kutcher þéna ágætlega svo ástæðan er ekki sú að þau eiga ekki efni á jólagjöfum heldu vilja þau ekki spilla börnunum. 

Hjónin eiga hina þriggja ára gömlu Wyatt og hinn tveggja ára Dimitri. Í viðtali við Entertainment Tonight sagði Kunis að þau Wyatt og Dimitri hafi fengið jólagjafir frá ömmum sínum og öfum í fyrra og var það of mikið. 

„Barnið kann ekki lengur að meta eina gjöf. Þau vita einu sinni ekki hverju þau eru að búast við, þau búast bara við einhverju,“ sagði Kunis. Þau báðu foreldrana að reyna finna eina gjöf handa þeim ef þau þyrftu endilega að gefa þeim pakka. 

Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga tvö börn saman.
Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga tvö börn saman. mbl.is/AFP
mbl.is