Plummer tekur við af Spacey

Kevin Spacey er ekki vinsælasti leikarinn í Hollywood þessa dagana.
Kevin Spacey er ekki vinsælasti leikarinn í Hollywood þessa dagana. mbl.is/AFP

Variety greinir frá því að leikarinn Cristopher Plummer muni koma í stað Kevin Spacey í myndinni All the Money in the World. Áætluð frumsýning myndarinnar er 22. desember en hætt var nýlega við að sýna myndina sem er tilbúin á kvikmyndahátíð. 

Spacey lék John Paul Getty í myndinni sem skartar einnig leikurunum Mark Wahlberg og Michelle Williams. Ridley Scott, leikstjóri myndarinnar, er sagður hafa ákveðið að taka aftur upp atriðin þar sem Getty kemur fyrir. 

Tökur munu fara fram á næstu vikum og þurfa Whalberg og Williams að endurtaka nokkur atriði með nýja leikaranum. Að öðru leyti er Getty oft eina aðalpersónan í mynd. 

Fjölmargir menn hafa sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni og hefur Netflix sagt upp samningi sínum við Spacey sem leikur í þáttunum House of Cards sem efnisveitan framleiðir. 

Kanadíski leikarinn Christopher Plummer heillaði heiminn fyrst sem Von Trapp, ...
Kanadíski leikarinn Christopher Plummer heillaði heiminn fyrst sem Von Trapp, fjölskyldufaðirinn í Sound of Music.
mbl.is