Sitthvort baðherbergið lykillinn að hjónabandinu

Freddie Prinze Jr. og Sarah Michelle Geller kynntust fyrir 20 ...
Freddie Prinze Jr. og Sarah Michelle Geller kynntust fyrir 20 árum. skjáskot/Instagram

Leikarahjónin Sarah Michelle Geller og Freddie Prinze jr. hafa verið gift í 15 ára sem þykir töluverður árangur í draumaborginni Hollywood. Það er eitt og annaða sem Geller segir að skili þessu langa hjónabandi. 

Samkvæmt Daily Mail segir Geller að sitthvort baðherbergið eigi þátt í góðu sambandi. Henni finnst að fólk eigi að fá að halda ákveðnum hlutum fyrir sig í hjónabandi. Því finnst henni  sitthvort kreditkortið vera mikill bónus. Ekki bara fyrir konuna sem verslar mikið heldur svo að eiginkonan sjái ekki hversu miklu eiginmaður sinn eyðir í tölvuleiki. 

Sjálf segir Geller að hún hafi tekið þátt í stuðningshóp fyrir aðstandendur þeirra sem spila tölvuleikinn World of Warcraft, var hópurinn kallaður Widows of Warcraft eða ekkjur Warcraft. 

Hjónin sem eiga átta ára gamla dóttur og fimm ára gamlan son hittust fyrst árið 1997 við tökur á myndinni I Know What You Did Last Summer en byrjuðu ekki að hittast fyrr en þremur árum seinna. 

mbl.is