Gefur bara út lög hinn þrettánda

AFK vinnur nú að nýrri plötu.
AFK vinnur nú að nýrri plötu.

Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson eða AFK eins og hann kallar sig gefur út smáskífuna YOU KNOW í dag. Andri fagnar þrefalt í dag en ekki er nóg með að hann sé að gefa út smáskífu heldur á hann afmæli og ár er liðið síðan hann gaf út sitt fyrsta lag. 

Fyrsta lag AFK kom út hinn 13. janúar 2017 og hefur hann haldið sig við að gefa bara út lag þrettánda hvers mánaðar og segist ætla að halda sig við þá góðu reglu árið 2018. Nóg verður að gera hjá honum á árinu þar sem hann er með plötu í bígerð og fjölmarga tónleika bæði hér heima og erlendis. 

mbl.is