Lína Birgitta og Sverrir hætt saman

Sverrir Bergmann og Lína Birgitta Sigurðardóttir. Myndin var tekin árði ...
Sverrir Bergmann og Lína Birgitta Sigurðardóttir. Myndin var tekin árði 2016 þegar þau voru par. mbl.is/Freyja Gylfa

Söngvarinn Sverrir Bergmann og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir Snapchat-stjarna eru hætt saman. Lína Birgitta tjáði sig um sambandsslitin á Snapchat og segist taka það nærri sér að fólk sé að slúðra um hana. 

Áhugasamir geta fylgt henni undir heitir Linethefine á Snapchat. Á Snapchat er hún 100% hún sjálf og segist ekki þurfa að fela neitt. Hún var heiðarleg í færslu gærkvöldsins þar sem hún fór ítarlega yfir sambandsslitin og þær sögusagnir sem hafa verið í gangi. Sagan um að hún hafi sofið hjá vinkonu sinni eru ekki réttar að hennar sögn. 

Hún segir að manneskjan sé vinkona hennar og hún ætli ekki að nafngreina hana. Lína Birgitta segir að fólk sé að slúðra um það að Sverrir hafi hent henni út eftir að hún svaf hjá vinkonu sinni. Hún segir að ekkert að þessu eigi við rök að styðjast. 

Þrátt fyrir að hún og Sverrir séu hætt saman segir Lína Birgitta að hann sé besta manneskja sem hún hafi kynnst. 

„Það hvarflaði ekki að mér að það væri hægt að eiga gott og fallegt „breiköpp“ við neina manneskju. Ég verð að segja að það er svo mikil virðing og svo mikill kærleikur og við erum svo góð við hvort annað,“ segir hún á Snapchat.

Að hennar sögn var þetta sameiginleg ákvörðun þeirra beggja. 


„Við erum eins og svart og hvítt. Við vorum of ólík, hann vill þessa hluti og ég vil hina hlutina. Ég myndi aldrei láta þennan yndislega mann breyta sér fyrir mig. Þar sem þetta er búið að vera drullu fokking erfitt. Ég tók þá ákvörðun að flytja út en þetta er alltaf sárt. Hann er besti vinur minn.“

mbl.is