Bítlarnir verstu tónlistarmenn í heimi

Quincy Jones hefur átt viðburðaríkt líf.
Quincy Jones hefur átt viðburðaríkt líf. AFP

Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Quincy Jones verður 85 ára í næsta mánuði og á langan feril að baki. Í viðtali við Vulture  liggur Jones ekki á skoðunum sínum. 

Jones sem stjórnaði meðal annars upptökum á Off the Wall, Thriller og Bad segir að Michael Jackson hafi hafi stolið mikið af lögum, Billie Jean sé dæmi um það. „Nóturnar ljúga ekki,“ sagði Jones. 

Þegar hann var spurður um fyrstu kynni sín af Bítlunum sagði Jones að hann hafi ekki verið hrifinn. „Þeir voru verstu tónlistarmenn í heiminum. Hálfvitar sem gátu ekki spila. Paul var versti bassaleikari sem ég hef heyrt. Og Ringo? Ekki einu sinni tala um hann.“ 

Þó svo að Oprah Winfrey sé vinkona hans telur hún að hún hafi ekki það sem til þarf til þess að bjóða sig fram, jafnvel þó hún sé framkvæmdastjóri fyrirtækis síns. Hann er heldur ekki hrifinn af Trump þó svo að hann segist hafa farið á stefnumót með forsetadótturinni Ivönku Trump. 

Jones segir að forsetadóttirin hafi beðið um stefnumót fyrir 12 árum. „Hún var með fallegustu leggi sem ég hef nokkurn tímann séð. Rangur pabbi reyndar.“

Quincy Jones.
Quincy Jones. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson