Tyga sagður vilja faðernispróf

Tyga og Kylie Jenner hættu saman á síðasta ári.
Tyga og Kylie Jenner hættu saman á síðasta ári. AFP

Raunveruleikastjarnan og snyrtivöruframleiðandinn Kylie Jenner eignaðist stúlkuna Stormi í byrjun febrúar með kærasta sínum, rapparanum Travis Scott. Fyrrverandi kærasti Jenner er nú sagður vilja fara fram á faðernispróf. 

Jenner og rapparinn Tyga áttu í stormasömu sambandi í nokkur ár en Tyga er jafnframt barnsfaðir barnsmóður bróður Jenner, Rob Kardashian. „Tyga vill DNA-próf þar sem hann virkilega heldur að það sé möguleiki á því að barnið sé hans,“ sagði heimildamaður Radar Online

Jenner og Tyga hættu saman í apríl í fyrra en eiga að hafa stundað kynlíf á þeim tíma sem barnið var mögulega getið. Tyga sagði á Snapchat í september í fyrra að barnið væri hans en tók það seinna til baka. 

mbl.is