Missti 27 kíló

Blake Lively er eignaðist tvö börn á tveimur árum.
Blake Lively er eignaðist tvö börn á tveimur árum. AFP

Blake Lively hefur sjaldan þótt vera í yfirþyngd en leikkonan náði þó að losa sig við rúmlega 27 kíló eftir að hún eignaðist seinni dóttur sína í september 2016. 

Lively greindi stolt frá árangri sínum á Instagram þar sem hún þakkaði þjálfaranum sínum fyrir að koma sér í form. „Þú missir ekki 27 kíló sem þú bættir á þig á meðgöngu með því að skoða Instagram og velt því fyrir þér af hverju þú lítur ekki út eins og allar bikiní-fyrirsæturnar,“ skrifaði Lively sem segist hafa bætt á sig í tíu mánuði, það tók hins vegar 14 mánuði að grennast. 

Lively er gift leikaranum Ryan Raynolds en þau eignuðust dótturina Ines Reynolds fyrir um einu og hálfu ári. Um tveimur árum fyrr eignuðust þau dótturina James Reynolds. 

Blake Lively, Ryan Reynolds og dætur þeirra tvær.
Blake Lively, Ryan Reynolds og dætur þeirra tvær. Matt Winkelmeyer
mbl.is