Berar sig á meðgöngunni

Candice Swanepoel var ólétt á tískusýningu Victoria's Secret í nóvember.
Candice Swanepoel var ólétt á tískusýningu Victoria's Secret í nóvember. mbl.is/AFP

Victoria's Secret-fyrirstæan Candice Swanepoel á von á sínu öðru barni. Rúmum mánuði eftir tískusýningu Victora's Secret tilkynnti fyrirsætan um óléttuna. Swanepoel var ekki feimin við að sýna litla bumbuna á tískusýningunni og er enn að sýna á sér bumbuna komin sex mánuði á leið. 

Fyrirsætan birti nýlega mynd af sér á Instagram þar sem hún fagnar því að vera komin sex mánuði á leið. Er hún allt annað en feimin og skellti sér nakin í myndatökuna svo fallega mótuð bumban fékk að njóta sín. 

Eins og svo margar konur í dag fylgir fyrirsætan í fótspor leikkonunnar Demi Moore en Moore birtist eftirminnilega ólétt og nakin á forsíðu Vanity Fair í ágúst 1991. 

mbl.is