Kendrick Lamar hlaut Pulitzer

Lamar heldur á Grammy-verðlaunum sem hann hlaut í janúar.
Lamar heldur á Grammy-verðlaunum sem hann hlaut í janúar. AFP

Kendrick Lamar varð í dag fyrsti rapparinn til að vinna Pulitzer-verðlaunin fyrir tónlist.

Stjórn verðlaunanna hrósaði honum fyrir að greina frá lífi og reynslu svartra Bandaríkjamanna í textum sínum.

Mjög sjaldgæft er að tónlistarmenn sem njóta almennra vinsælda hljóti Pulitzer-verðlaunin. Á síðasta ári hlaut óperutónskáldið tilraunakennda, Du Yun, verðlaunin.

Hinn þrítugi Lamar, sem er alinn upp í Compton í Los Angeles, er þar með kominn í hóp með virtum bandarískum tónskáldum á borð við Aaron Copland, Charles Ives og John Adams.

Pulitzer-verðlaunin eru einnig veitt fyrir blaðamennsku og bókmenntir.

Lamar hlaut verðlaunin fyrir plötuna DAMN, sem fór á topp bandaríska listans.

Platan fylgdi í kjölfar To Pimp a Butterfly þar sem blandað var saman djasstónlist og rappi.

mbl.is