Khloe afhjúpar nafn dótturinnar

Tristan Thompson og Khloe Kardashian eignuðust sitt fyrsta barn á ...
Tristan Thompson og Khloe Kardashian eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum, dótturina True. Ljósmynd/Instagram

Nafn frumburðar raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian og NBA-leikmannsins Tristan Thompson hefur verið afhjúpað, fjórum dögum eftir fæðingu stúlkunnar.

„Litla stúlkan okkar, True Thompson, hefur stolið hjörtum okkar algjörlega og við erum yfir okkur ástfangin,“ skrifar Khloe á Instagram-aðgangi sínum og heimasíðu.

Our little girl, True Thompson, has completely stolen our hearts and we are overwhelmed with LOVE. Such a blessing to welcome this angel into the family! Mommy and Daddy loooooove you True!

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Apr 16, 2018 at 12:15pm PDT

Khloe hafði áður gefið upp að hún væri að hugsa um nöfn sem byrjuðu á T eða K, en allar Kardashian- og Jenner-systurnar bera nafn með upphafsstafnum K.

Eftirnafn stúlkunnar hefur komið dyggum aðdáendum Khloe í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi nýlegra frétta af meintu framhjáhaldi Thompson á meðan Khloe var ófrísk.

Öll systkini Khloe hafa gefið börnum sínum eftirnafn föðurins, hvort sem um hjónaband er að ræða eða ekki.

mbl.is