Lagið varð til í koju í Bólivíu

Tónlistarkonan María Viktoría Einarsdóttir.
Tónlistarkonan María Viktoría Einarsdóttir. Ljósmynd/Sara G. Amo

Tónlistarkonan María Viktoría Einarsdóttir var að gefa út lagið Rainy Rurrenabaque en lagið fjallar um lítinn stað í Norður-Bólívíu rétt við Amazon-skóginn. Árið 2016 skrapp hún til Suður-Ameríku með bakpoka, lítinn gítar og lítil sem engin plön.

„Þetta var frekar mikið ævintýri að henda sér út í óvissuna en ég mæli með þessu fyrir alla,“ segir María. Lagið Rainy Rurrenabaque byrjaði sem ljóð og það samdi hún í koju á hosteli í La Paz. „Þannig byrja flest lögin mín, þau byrja sem ljóð. Mér hefur alltaf fundist textinn vera aðalatriðið í tónlist. Ég elska þegar tónlistin segir manni sögu.“

Lög Maríu byggja á persónulegum upplifunum. „Oftast eru þetta upplifanir sem hafa vakið sterkar tilfinningar hjá mér og ég finn þörf til að miðla þeim í textum sem verða svo að lögum,“ en Maríu líður oft eins og lögin séu tilbúin áður en hún byrjar að semja þau. 

María er í sjálfboðaliðasamtökunum Stelpur rokka! og næst á dagskrá er ráðstefna í Philadelphia með þeim. Eftir það hyggst María dvelja í Guatemala þar sem hún ætlar að taka upp lag. 

María heldur næst tónleika á Vínyl á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, klukkan átta ásamt Maríu munu Dread Lightly (Arnaldur Ingi) og Stuntbird koma fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson