Hlutverk burðardýrs ný áskorun

„Ákvörðunin var tekin mjög hratt því það var mikið að gera hjá mér í Póllandi, á síðasta ári lék ég í sjónvarpsþáttaröð og hafði lokið tökum í janúar. Þá hringdi umboðsmaður minn í mig og sagði mér frá lausu hlutverki á Íslandi, aðalhlutverki vegna þess að leikkonan hafði hætt við,“ segir Anna Próchniak, pólsk leikkona sem fer með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Vargur, sem frumsýnd var á föstudaginn, 4. maí.

Vargur er ný íslensk spennumynd eftir leikstjórann Börk Sigþórsson úr framleiðslu RVK Studios og Baltasars Kormáks. Anna fer þar með hlutverk Sofiu sem er burðardýr.

Anna Próchniak leikur eitt aðalhlutverkið í Vargi.
Anna Próchniak leikur eitt aðalhlutverkið í Vargi.

Hún segir að þrjár vikur hafi verið í að tökur ættu að hefjast, en að umboðsmaður hennar hafi sagt henni að lesa handritið, sem hún gerði. „Ég talaði líka við Börk á Skype og ákvað að ég vildi verða partur af þessu verkefni. Ég þurfti að hafna nokkrum verkefnum í Póllandi, en ég ákvað að grípa tækifærið og gera eitthvað nýtt. Tveimur vikum seinna var ég mætt til Reykjavíkur í æfingar.“

„Í byrjun var þetta frekar erfitt því við vorum aðeins tvær á settinu sem ekki vorum íslenskar. En ég á margt sameiginlegt með Berki og við höfum svipaðan hugsunarhátt þegar kemur að persónusköpun. Ég var því svolítið stressuð í byrjun en þetta varð betra með hverjum deginum.“

Anna, sem hefur leikið mikið í Póllandi en einnig í Bretlandi og Frakklandi, er vön að leika valdamiklar og harðbrjósta kvenpersónur. Því var það að fara með hlutverk burðardýrs ný áskorun fyrir hana. „Persóna Sofiu er mjög margbreytileg, hún er mjög berskjölduð og hefur marga veikleika vegna þess að hún þjáist alla myndina. Því var þetta mjög líkamlegt hlutverk. En á sama tíma er hún mjög hugrökk og hefur mikinn lífsvilja, hún gerir hvað sem er til að komast af og það er mjög áhugavert.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson