Pabbi Serenu Williams hætti líka við

Serena Williams á frumsýningu Being Serena.
Serena Williams á frumsýningu Being Serena. AFP

Meghan Markle er ekki eina stjarnan sem hefur lent í því að faðir hennar hætti við að mæta í brúðkaup hennar og að leiða hana upp að altarinu. Vinkona hennar, tennisstjarnan Serena Williams, gekk ein upp að altarinu í nóvember. 

Samkvæmt Vogue segir Williams frá því í heimildarmyndinni Being Serena að faðir hennar hafi hætti við að leiða hana upp að altarinu. „Serena, ég vil ekki að þú verðir reið, en ég get ekki leitt þig upp að altarinu. Ég er ekki ég ég sjálfur lengur. Ég er of stressaður,“ sendi faðir Wiliams tennisstjörnunni klukkutíma fyrir brúðkaupið.

Williams segist hafa skilið föður sinn og sagði honum að það væri í lagi ef hann kæmi ekki í brúðkaupið. „Kannski hefðu margar dætur ekki brugðist eins við en ég veit að hann hefur átt erfitt síðustu ár. Heilsa hans er betri núna, en ég veit að honum finnst enn eins og hann sé ekki hann sjálfur, finnst hann ekki fullkominn. Og ef hann vill ekki vera þarna fyrir framan fullt af fólk skil ég það fullkomlega.“

Meghan Markle og Serena Williams kynntust árið 2010 og hafa verið vinkonur síðan, báðar hafa talað vel um hvor aðra í fjölmiðlum. Meghan gengur í hjónband með Harry Bretaprins á laugardaginn en í vikunni kom í ljós að Thomas Markle, faðir Meghan, hafi þurft að hætta við að leiða dóttur sína upp að altarinu eins Kensington-höll hafði áður greint frá. 

Harry Bretaprins og unnusta hans, bandaríska leikkonan Meghan Markle.
Harry Bretaprins og unnusta hans, bandaríska leikkonan Meghan Markle. AFP
mbl.is