Biðst afsökunar á kremfrauði í brúðarkjól

Súkkulaðikossinn í brúðarkjólnum vakti reiði hjá sumum notendum samfélagsmiðla.
Súkkulaðikossinn í brúðarkjólnum vakti reiði hjá sumum notendum samfélagsmiðla. Skjáskot/Twitter

Þýskur sælgætisframleiðandi hefur nú birt afsökunarbeiðni vegna mynda sem birtar voru af svo nefndum negrakossum, súkkulaði húðuðu kremfrauði, í brúðarkjól á brúðkaupsdegi þeirra Harry Bretaprins og Meghan Markle að því er BBC greinir frá.

Fyrirtækið Super Dickmann birti mynd á samfélagsmiðlum af Schokokuss, eða „súkkulaðkossi“, íklæddum brúðarkjól í kirkju með textanum „Á hvað ertu að horfa? Myndir þú ekki líka vilja vera Meghan í dag“.  

Birting myndarinnar, sem hefur nú verið fjarlægð, var gagnrýnd harðlega af sumum samfélagsmiðlanotendum og sögð einkennast af kynþáttahatri.

Talsmaður Super Dickmann hefur hins vegar sagt færsluna hafa verið „heimskulega og neyðarlega“ og að málið hefði ekki verið hugsað til enda áður en færslan var birt. Fyrirtækið setti síðan inn afsökunarbeiðni á Facebook síðu sína í kjölfar gagnrýninnar. „Við biðjumst innilega afsökunar. Heimur Super Dickmann er litríkur og fjölbreytilegur en því fer fjarri  að þar sé kynþáttahatur,“ sagði í færslunni.

Við myndina af hinum brúðarklæddu sætindum birtist einnig áletrunin „froðusýn í hvítu,“ sem var orðaleikur með klassíska brúðarlýsingu um „draumsýn í hvítu“.

Tengsl negrakossins við kynþáttahatur eru þó ekki ný af nálinu, enda hét súkkulaðikossinn áður negrakoss og kannast margir eldri Íslendingar eflaust vel við það heiti á súkkulaðihúðaðri krembollu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson