„Hún er svo ljót“

Stefano Gabbana er upptekinn af útlitinu og skrifaði nýverið að ...
Stefano Gabbana er upptekinn af útlitinu og skrifaði nýverið að honum þætti Selena Gomez ljót. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Tískuhönnuðurinn Stefano Gabbana hefur orð á sér fyrir að vera hvatvís. Síðasta útspil hans er talið hafa móðgað 138 milljónir manna víðsvegar um heiminn. Margir sniðganga vörur Dolce & Gabbana vegna þessa.

Tískuhönnuðurinn Stefano Gabbana skrifaði orðrétt: „Hún er svo ljót“ við myndir af Selena Gomez á síðu Catwalk Italia á Instagram.  

Tískuhönnuðurinn sem stofnaði Dolce & Gabbana hefur fundið sig knúinn til að móðga fólk með reglulegu millibili og er Gomez því ekki einsdæmi. Hann hefur áður verið með meiðandi ummæli um stjörnur á borð við Kate Moss og Victoria Beckham. 

#selenagomez rocks red dresses ❤️ Choose your fave: 1,2,3,4 or 5?

A post shared by The Catwalk Italia - TCI (@thecatwalkitalia) on Jun 11, 2018 at 3:22pm PDT

Ummæli hönnuðarins gefur vísbendingar um staðinn sem hann er á. Vinsæll tískuhönnuður ætti að hafa annað fyrir stafni að mati margra, en að sitja í sófanum að hallmæla ungu fólki sem hefur orð á sér fyrir að vera duglegt og kærleiksríkt. Sama hvað honum finnst um útlit þeirra.

Gomez er þekkt fyrir fallegt viðhorf sitt og hefur ekki farið niður á það plan að svara Gabbana. En almenningur, aðdáendur og frægir vinir hennar hafa svarað hönnuðinum fullum hálsi eins og fram kemur hér að ofan.

Selena Gomez á MET Gala viðburðinum í New York í ...
Selena Gomez á MET Gala viðburðinum í New York í maí. AFP

Tommy Dorfman, leikarinn í þáttaröðinni 13 Reasons Why skrifaði: „@stefanogabbana þú ert þreyttur og búinn að vera. Homma fælni þín, fordómar gegn konum og líkamsvanvirðing eiga ekki upp á pallborðið árið 2018. Þessi viðhorf eru ekki lengur samþykkt. Gjörðu svo vel að taka þér mörg sæti.“

Tommy Dorfman er einn af þeim sem svarar Gabbana og ...
Tommy Dorfman er einn af þeim sem svarar Gabbana og býður honum að setjast í mörg sæti. Hans tími sé búinn. AFP

you know, I even feel sorry for him. he managed to piss off 138 million people, he only has 1 million followers and I’m pretty sure all of them are pissed as well. like how can someone say something like this to someone so beautiful as Selena how can someone say something like this at all?! SELENA IS BEAUTIFUL! @stefanogabbana #selenagomez #stefanogabbana #dolcegabbana

A post shared by love (@goalselena_) on Jun 13, 2018 at 11:02pm PDT

Fjölmargir eru farnir að sniðganga vörur Dolce & Gabbana vegna hegðunar á borð við þessa. Þetta atvik mun án efa styðja fólk sem gerir kröfur um samfélagslega ábyrgð ennfrekar í því að hætta að versla hjá vörumerkinu. Fólkinu finnst tímabært að Gabbana líti í spegil og læri að þykja vænt um sig svo hann geti séð fegurðina í öðrum. 

mbl.is