Yngsti milljarðamæringur sögunnar

Kylie Jenner verður líkast til milljarðarmæringur í bráð.
Kylie Jenner verður líkast til milljarðarmæringur í bráð. AFP

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner verður líklega yngsti „sjálfgerði“ milljarðamæringur sögunnar samkvæmt Forbes-viðskiptatímaritinu. Viðskiptaveldi hinnar tvítugu Jenner er nú 900 milljóna dollara virði eða rúmlega 96 milljarða íslenskra króna.

Jenner er yngst af Kardashian-systrunum og byrjaði að selja sínar eigin snyrtivörur fyrir þremur árum síðan. Kim Kardashian, sem er líkast til sú þekktasta af systrunum, er virði 350 milljóna dollara til samanburðar eða rúmlega 37 milljarða.

Samkvæmt Forbes-tímaritinu mun auður Jenner líkast til vera orðin meiri en einn milljarður í byrjun næsta árs. Stjarnan unga verður 21 árs í ágúst. Sem stendur er stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, yngsti milljarðamæringur sögunnar en hann náði því takmarki 23 ára gamall.

Jenner á snyrtivörufyrirtæki sitt alfarið ein og sér sömuleiðis um reksturinn. Virði fyrirtækisins, Kylie Cosmetics, er nú um 800 milljónir dollara.

Þó að margir aðdáendur Jenner hafi óskað henni til hamingju á samfélagsmiðlum eru margir sem draga það í efa að rétt sé að kalla hana ,„sjálfgerðan milljarðamæring.“ Einn notandi Twitter miðilsins minnti á að þegar foreldar manns eru milljónamæringar er auðveldara að gerast milljarðarmæringur en ella. Þá benti annar notandi á að samkvæmt orðabók þýðir sjálfgerður að hafa „öðlast velgengni í lífinu án aðstoðar,“ sem margir segja að eigi ekki við í tilfelli Jenner þar sem foreldrar hennar eru bæði þekkt og auðug.


mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.