Fékk leyfi fyrir innblæstrinum

Ariana Grande gaf nýverið út tónlistarmyndbandið God Is A Woman.
Ariana Grande gaf nýverið út tónlistarmyndbandið God Is A Woman. AFP

Tónlistarkonan Ariana Grande gaf nýverið út tónlistarmyndbandið „God Is A Woman“. Skot úr myndbandinu líkist mjög svo auglýsingu tískurisans Jean Paul Gaultier og var bent á það á vinsæla Instagram aðganginum diet_prada. Diet_prada er Instagram-síða sem bendir á hugverkastuld í tískuheiminum og hefur fengið mikla athygli. Talsmenn Grande hafa svarað fyrir hana og segja hana hafa fengið leyfi fyrir innblæstrinum.

Á efri myndinni má skjá auglýsingu Jean Paul Gaultier. Neðri …
Á efri myndinni má skjá auglýsingu Jean Paul Gaultier. Neðri myndin er svo skjáskot úr myndbandi Grande. skjáskot/Instagram/@diet_prada

Mikið hefur verið rætt síðustu mánuði um hvenær innblástur er innblástur og hvenær það er stuldur á hugverkum. Listamenn virðast því vera komnir á þann stað að þurfa fá leyfi fyrir innblæstri. 

Tónlistarmyndband Grande hefur fengið mikla athygli frá því það kom út og eru meðal annars sögusagnir á kreiki um að snyrtivöruframleiðandinn LUSH ætli að framleiða baðbombu tileinkaða myndbandinu. Þá hafa aðdáendur og greinendur bent á að allt myndbandið sé innblásið af aldagömlum málverkum og goðafræði. Einn aðdáandi bendir á að bæði verkin séu innblásin af sögu goðsagnaveranna Rómúlus og Remus. Bræðurnir Rómúlus og Remus eru sagðir forfeður Rómar og getnir af stríðsguðinum Mars. 

Á vísindavefnum segir um Rómúlus og Remus:
Á vísindavefnum segir um Rómúlus og Remus: "Rómúlus og Remus voru synir Rheu Silvíu, dóttur Númitors sem var konungur í borginni Alba Longa. Rómúlus og Remus voru látnir í körfu sem sett var á flot í ánni Tíber. Tvíburarnir björguðust aftur á móti því körfunni skolaði á land. Þeir nærðust síðan á mjólk úlfynju, ásamt því að fá mat hjá spætu nokkurri." WikiCommons/Jean-Pol GRANDMONT



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson