Frumsýning á Bond frestast líklega um ár

Danny Boyle mun ekki leikstýra næstu Bond-mynd, sem verður sú …
Danny Boyle mun ekki leikstýra næstu Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni. Ljósmynd/Twitter

Gera má ráð fyrir að frumsýning á næstu kvikmyndinni um spæjarann James Bond verði frestað í kjölfar ákvörðunar leikstjórans Danny Boyle um að hætta við að leik­stýra næstu kvik­mynd Bond.

Tilkynnt var um ákvörðun leikstjórans í vikunni og kom hún í kjölfar yf­ir­lýs­ing­ar fram­leiðend­anna Michael G. Wil­son og Barbara Broccoli ásamt leik­ar­an­um Daniel Craig um að list­rænn ágrein­ing­ur hafi átt sér stað og að Boyle hætti vegna þessa. The Telegraph segir að ágreiningurinn tengist mögulega ákvörðun Boyle um að ráða pólska leikarann Tomasz Kot í hlutverk rússneska illmennisins.

Boyle, sem er þekkt­ast­ur er fyr­ir að hafa leik­stýrt mynd­inni Trainspott­ing, átti að leik­stýra nýrri Bond-mynd sem yrði 25. mynd­in um 007. Upphaflega stóð til að frumsýna myndina í Bretlandi í október 2019 og í Bandaríkjunum um tveimur vikum seinna.

BBC hefur eftir Hollywood Reporter að hugsanlegt sé að myndin verði ekki sýnd fyrr en á seinni hluta ársins 2020.

David Mackenzie, Yann Demange og Joe Wright hafa verið nefndir á nafn sem mögulegir arftakar Boyle í leikstjórastólnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes