Frumsýning á Bond frestast líklega um ár

Danny Boyle mun ekki leikstýra næstu Bond-mynd, sem verður sú …
Danny Boyle mun ekki leikstýra næstu Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni. Ljósmynd/Twitter

Gera má ráð fyrir að frumsýning á næstu kvikmyndinni um spæjarann James Bond verði frestað í kjölfar ákvörðunar leikstjórans Danny Boyle um að hætta við að leik­stýra næstu kvik­mynd Bond.

Tilkynnt var um ákvörðun leikstjórans í vikunni og kom hún í kjölfar yf­ir­lýs­ing­ar fram­leiðend­anna Michael G. Wil­son og Barbara Broccoli ásamt leik­ar­an­um Daniel Craig um að list­rænn ágrein­ing­ur hafi átt sér stað og að Boyle hætti vegna þessa. The Telegraph segir að ágreiningurinn tengist mögulega ákvörðun Boyle um að ráða pólska leikarann Tomasz Kot í hlutverk rússneska illmennisins.

Boyle, sem er þekkt­ast­ur er fyr­ir að hafa leik­stýrt mynd­inni Trainspott­ing, átti að leik­stýra nýrri Bond-mynd sem yrði 25. mynd­in um 007. Upphaflega stóð til að frumsýna myndina í Bretlandi í október 2019 og í Bandaríkjunum um tveimur vikum seinna.

BBC hefur eftir Hollywood Reporter að hugsanlegt sé að myndin verði ekki sýnd fyrr en á seinni hluta ársins 2020.

David Mackenzie, Yann Demange og Joe Wright hafa verið nefndir á nafn sem mögulegir arftakar Boyle í leikstjórastólnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes