Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar

Fyrrverandi forsetar og rjóminn af bandarísku tónlistarfólki kom saman til að kveðja Arethu Franklin, drottningu sálartónlistar, við jarðarför Franklin í heimaborg hennar, Detroit, í dag. Aretha Frank­lin lést 16. ág­úst síðastliðinn, 76 ára að aldri, eft­ir erfiða bar­áttu við krabba­mein í brisi.

Jarðarförin var meira í líkingu við heiðurstónleika, og það enga smásmíði, en athöfnin í heild sinni stóð yfir í um það bil átta klukkustundir og einkenndist af minningarorðum og söngatriðum á víxl.

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var meðal þeirra sem tóku til máls og sagði hann meðal annars að Franklin hefði unnið hörðum höndum að því að komast á góðan stall í lífinu. „Hún tók guðs gjöf sem varð stærri með hverjum deginum. Það er lykillinn að frelsi. Guð blessi þig Aretha, við elskum þig,“ sagði Clinton.

Bréf fá tveimur fyrrverandi forsetum, George W. Bush og Barack Obama, voru lesin upp við athöfnina og lofuðu þeir hana báðir fyrir framlag hennar til lands og þjóðar.

Sálardrottningin var borin í gullkistu í gegnum mannhafið að athöfninni ...
Sálardrottningin var borin í gullkistu í gegnum mannhafið að athöfninni lokinni. AFP

Grande varð við ósk fjölskyldu Franklin

Tón­list­ar­kon­an Ariana Grande flutti lag Franklin, Natural Woman, með glæsibrag og í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Clinton dilla sér í sæti sínu á sviðinu á meðan flutningnum stóð. Fjöl­skylda Frank­lin er sögð hafa heill­ast af flutn­ingi Grande tveim­ur dög­um eft­ir frá­fall Frank­lin og hafi því boðið henni að syngja við jarðarförina.

Þá flutti Jenni­fer Hudson Amaz­ing Grace og Stevie Wonder og Faith Hill heiðruðu einnig minn­ingu Franklin með tónlistarflutningi.

Kista Franklin var opin við athöfnina og klæddist hún gulllituðum kjól sem glitraði. Franklin var svo borin til hinstu hvílu í hvítum Cadillac LaSalle frá fimmta áratugnum sem kom einnig við sögu í jarðarför föður hennar og baráttukonunnar Rosu Parks.

Bill Clinton dró upp símann sinn í miðjum minningarorðum og ...
Bill Clinton dró upp símann sinn í miðjum minningarorðum og spilaði lag með Arethu Franklin. AFP
Stevie Wonder var á meðal fjölda tónlistarmanna sem kom fram ...
Stevie Wonder var á meðal fjölda tónlistarmanna sem kom fram í jarðarförinni, sem minntu einna helst á maraþon-heiðurstónleika. AFP
Jennifer Hudson flutti Amazing Grace.
Jennifer Hudson flutti Amazing Grace. AFP
Fjöl­skylda Frank­lin er sögð hafa heill­ast af flutn­ingi Grande tveim­ur ...
Fjöl­skylda Frank­lin er sögð hafa heill­ast af flutn­ingi Grande tveim­ur dög­um eft­ir frá­fall Frank­lin og hafi því boðið henni að syngja við jarðarförina. AFP
mbl.is