Óþekkjanleg ofurfyrirsæta

Svona lítur Gisele Bündchen vanalega út.
Svona lítur Gisele Bündchen vanalega út. AFP

Gisele Bündchen er eitt þekktasta andlitið í fyrirsætuheiminum. Hún er hins vegar nær óþekkjanleg á forsíðu októberútgáfu ítalska Vogue með rautt hár og eldrauðan varalit. 

„Það er alltaf skemmtilegt þegar ég fæ að leika mismunandi hlutverk þegar ég sit fyrir og að finna fyrir því hvernig er að líta allt öðruvísi út,“ skrifaði fyrirsætan við myndina af sér sem hún birti á Instagram. 

Það var ástæða fyrir útlitsbreytingunni en Bündchen átti að líkjast ítölsku söngkonunni Minu sem er einmitt þekkt fyrir rautt hár og dramatíska augnmálningu. Tilefnið var 60 ára tónlistarferill söngkonunnar. 

mbl.is