Ég forðast allt sem lætur mér bregða

Snapchat-stjarnan Eva Ruza er kynnir á Halloween Horror Show sem fer fram í Háskólabíói. Hún er ágætlega vön því hún var í sama hlutverki í fyrra. Hún segist elska Halloween og þess vegna sé þetta algert draumastarf. 

„Ég veit svei mér þá ekki hvar ég á að byrja. Sýningin í fyrra var gjörsamlega geggjuð og þá er ég ekki bara að tala um tónleikana sjálfa heldur einnig fordrykkinn sem var í anddyri Háskólabíós. Lagavalið, söguþráðurinn í gegnum sýninguna og allt tónlistarfólkið sem kom fram var bara á öðrum gæðaflokki. Hver einasta manneskja í salnum gólaði með hverju laginu á fætur öðru, sem er held ég besti mælikvarðinn. Þegar ég segi gólaði, þá meina ég það í orðsins fyllstu merkingu. Rokktónleikar kalla fram einhver hljóð hjá meðalmanneskju sem ég veit ekki hvernig á að útskýra,“ segir hún. 

Eva segist ekki vera mikil hryllingsmyndakona en hún slysaðist einu sinni á Exorist í bíó því hún hélt að umrædd mynd væri grínmynd. 

„Ég gekk út í hléi nánast með tárin í augunum. Ég forðast allt sem lætur mér bregða, fer helst ekki fram úr á nóttunni ef ég þarf á klósettið og það er vont veður úti. Einnig verð ég mjög fljótt ímyndunarveik í myrkri. Þetta virðist ekkert vera að þroskast af mér, en Halloween. Það er eitthvað annað. Aðallega vegna þess að ég fæ að hræða fólk. Fyrir kjúklinga eins og mig þá er það skemmtilegast,“ segir hún. 

Eva segir að mikið sé lagt í Halloween Horror Show og sýningin sé fyrir alla þótt hún sé svolítið rosaleg. 

„Já algjörlega. Reyndar verður sérstök fjölskyldusýning í ár sem verður haldin fyrr um daginn og þemað í kringum þá sýningu verður meira barnvænt sem mér finnst alveg góð hugmynd. Á þá sýningu má öll fjölskyldan mæta í Halloween-búningum og það verður að sjálfsögðu boðið upp á leikinn gjöf eða grikk. Tónleikarnir verða svo sérsniðnir fyrir þá sem eru aðeins lægri í loftinu. Ég mun alla vega mæta með mína tvo gorma á þá sýningu. En hafið engar áhyggjur, öll umgjörðin verður sú sama, en aðeins meira miðuð í átt að yngri aldurshóp.“

Ætlarðu að ganga jafnlangt með gervin á Snapchat og í fyrra?

„Ganga jafnlangt? Ég geri ekkert, tek ekkert að mér nema ég viti að ég geti tekið það tíu skrefum lengra, þannig að spennið sætisólarnar og hallið ykkur aftur. Tinna systir mín er förðunarfræðingur sem hefur setið námskeið erlendis hjá Conor O´Sullivan í special effects og prosthetic. Sullivan hannaði Jókerinn í Batman sem Heath Ledger gæddi lífi, ásamt stórum karakterum í Game of Thrones og mundar Tinna því burstana framan í mig og hannar þessi skrímsli á mig. Hún er reyndar komin á svo mikið flug nú þegar að undirbúa gervin að ég hef áhyggjur af fylgjendum mínum og líðan þeirra þegar þau fara að birtast hvert á fætur öðrum á skjánum. Eina sem ég þarf að gera er að gæða þau lífi. Ég get sko sagt ykkur það að lífið sem lifnar í þessum skrímslum er eitthvað sem enginn má missa af.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson