Rifnaði aftan á buxum Svölu á tónleikum

Svala Björgvins verður dómari í Jólastjörnunni í ár.
Svala Björgvins verður dómari í Jólastjörnunni í ár.

Svala Björgvins er í dóm­nefnd í Jóla­stjörn­unni sem sýnd verður í Sjón­varpi Símans. Svala byrjaði sjálf að syngja mjög ung en í þátt­un­um keppa krakk­ar 14 ára eða yngri um að fá að syngja með fremsta tón­listar­fólki lands­ins í Hörpu fyr­ir jól. 

„Ég byrjaði að syngja mjög ung. Var alltaf að syngja þegar ég var lítil og tók fyrst upp í stúdíói þegar ég var sjö ára á jólaplötu HLH og söng þá með Ómari Ragnarsyni. Svo tók ég upp dúett með pabba mínum þegar ég var níu ára sem hét Fyrir jól og svo var ég 11 ára þegar ég tók upp Ég hlakka svo til. Þannig ég hef verið að syngja alveg frá því ég man eftir mér,“ segir Svala.

Verður þú stressuð þegar þú kemur fram?

„Já ég fæ alltaf stress áður en ég stíg á svið og það fer aldrei. Ég hef verið að koma fram og syngja í fjöldamörg ár og sungið fyrir mörg þúsund manns og það er alltaf stress áður en ég fer á svið. Meira að segja ef ég er að syngja fyrir framan fáa. En mér finnst soldið eins og stressið sé bara fylgifiskur og ég nota stressið þegar ég kem fram. Nota þá miklu orku og set hana í mitt performance. Á erfitt með að lýsa því hvernig ég fer að því en ég hef mína leið sem virkar fyrir mig. Það er eins og ég hugsi bara jákvætt þegar ég syng opinberlega og sendi bara kærleika og ljós á alla sem eru að hlusta og horfa. Það róar alltaf stressið niður og þá næ ég að skemmta mér á sviði og njóta mín.“

Svala hefur lent í því að gleyma textanum sínum og misstíga sig á sviði en fyndnasta atvikið sem hún hefur lent í var líklega á tónleikum í Bandaríkjunum. „Ég reif einu sinni aftan á leðurbuxunum mínum þegar ég var að syngja fyrir framan 20 þúsund manns í Arizona á stórum tónleikum fyrir Kiss Fm í Bandaríkjunum. Það var frekar neyðarlegt og ég þurfti að hætta við nokkur dansspor svo ég myndi ekki sýna rassinn á mér.“

Hvaða jóla­lag er í upp­á­haldi? 

„Driving Home From Christmas með Chris Rea. Það er bara ótrúlega vel samið lag og svo fallegt og tímalaust. Ég get hlustað á það að sumri til því það er svo fallegt.“

Hvaða hæfi­leik­um þarf jóla­stjarn­an að búa yfir?

„Vera með fallega og sérstaka rödd og með útgeislun og eitthvað x-factor sem sker hana út frá öðrum.“

Skrán­ingu í Jóla­stjörn­una lýk­ur á miðnætti laugardaginn 20. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri.

Skil­yrði: All­ir þátt­tak­end­ur þurfa leyfi for­ráðamanna.
Dóm­nefnd: Björg­vin Hall­dórs­son, Selma Björns­dótt­ir, Svala Björg­vins­dótt­ir og Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir.

Stjórn­andi þátt­ar­ins: Gunn­ar Helga­son.

Ef þú vilt taka þátt þá get­ur þú skráð þig HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson