Forsetinn vissi ekki við hvað Kim starfaði

Forseti Úganda, Yoweri Museveni, tók á móti þeim Kanye West …
Forseti Úganda, Yoweri Museveni, tók á móti þeim Kanye West og Kim Kardashian. AFP PHOTO / HO / UGANDA'S PRESIDENTIAL PRESS OFFICE

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West hafa verið á ferðalagi um Úganda. Kardashian er af mörgum talin frægasta kona í heimi en sú frægð nær ekki í forsetahöllina í Úganda og spurði forsetinn Kardashian við hvað hún starfaði. 

Hjónin hittu Yoweri K. Museveni á mánudaginn og þegar hann spurði af hverju hún þyrfti að fara fyrr svaraði hún því að hún þyrfti að fara í vinnuna. Heimildamaður People segir að forsetinn hafi þá spurt við hvað hún starfaði og var Kardashian ekkert nema kurteisin uppmáluð og svaraði á þá leið að hún væri með sjónvarpsþátt með systrum sínum og fjölskyldu. 

Forseti Úganda er örugglega ekki sá eini sem veit ekki við hvað Kardashian starfar. Var svar hennar líklega einföldun á því sem hún gerir enda ekki alltaf hægt að greina hvað svokallaðir áhrifavaldar gera. 

Hjónin komu færandi hendi og gáfu forsetanum Yeezy-strigaskó en hjónin árituðu strigaskóna. Forsetinn var ekki sá eini sem fékk strigaskó en Kardashian birti myndskeið á Instagram af þeim hjónum gefa krökkum á munaðarleysingjahæli hvíta Yeezy-strigaskó við mikla gleði krakkanna. 

Hjónin árituðu strigaskó fyrir forseta Úganda.
Hjónin árituðu strigaskó fyrir forseta Úganda. AFP PHOTO / HO / UGANDA'S PRESIDENTIAL PRESS OFFICE
Kim Kardashian, Kanye West og forseti Úganda Yoweri Museveni.
Kim Kardashian, Kanye West og forseti Úganda Yoweri Museveni. AFP PHOTO / HO / UGANDA'S PRESIDENTIAL PRESS OFFICE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes