Forsetinn vissi ekki við hvað Kim starfaði

Forseti Úganda, Yoweri Museveni, tók á móti þeim Kanye West ...
Forseti Úganda, Yoweri Museveni, tók á móti þeim Kanye West og Kim Kardashian. AFP PHOTO / HO / UGANDA'S PRESIDENTIAL PRESS OFFICE

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West hafa verið á ferðalagi um Úganda. Kardashian er af mörgum talin frægasta kona í heimi en sú frægð nær ekki í forsetahöllina í Úganda og spurði forsetinn Kardashian við hvað hún starfaði. 

Hjónin hittu Yoweri K. Museveni á mánudaginn og þegar hann spurði af hverju hún þyrfti að fara fyrr svaraði hún því að hún þyrfti að fara í vinnuna. Heimildamaður People segir að forsetinn hafi þá spurt við hvað hún starfaði og var Kardashian ekkert nema kurteisin uppmáluð og svaraði á þá leið að hún væri með sjónvarpsþátt með systrum sínum og fjölskyldu. 

Forseti Úganda er örugglega ekki sá eini sem veit ekki við hvað Kardashian starfar. Var svar hennar líklega einföldun á því sem hún gerir enda ekki alltaf hægt að greina hvað svokallaðir áhrifavaldar gera. 

Hjónin komu færandi hendi og gáfu forsetanum Yeezy-strigaskó en hjónin árituðu strigaskóna. Forsetinn var ekki sá eini sem fékk strigaskó en Kardashian birti myndskeið á Instagram af þeim hjónum gefa krökkum á munaðarleysingjahæli hvíta Yeezy-strigaskó við mikla gleði krakkanna. 

Hjónin árituðu strigaskó fyrir forseta Úganda.
Hjónin árituðu strigaskó fyrir forseta Úganda. AFP PHOTO / HO / UGANDA'S PRESIDENTIAL PRESS OFFICE
Kim Kardashian, Kanye West og forseti Úganda Yoweri Museveni.
Kim Kardashian, Kanye West og forseti Úganda Yoweri Museveni. AFP PHOTO / HO / UGANDA'S PRESIDENTIAL PRESS OFFICE
mbl.is