12 Tónar valin besta plötubúð heims

„Það er sálin í plötubúðinni sem skiptir máli,
„Það er sálin í plötubúðinni sem skiptir máli," segir Lárus Jóhannesson sem á Tólf tóna ásamt Jóhannesi Ágústssyni. mbl.is/ Kristinn Magnússon

Tónlistartímaritið NME hefur valið plötubúðina 12 Tóna í Reykjavík bestu plötubúð í heimi. Þetta kemur fram í nýrri frétt blaðsins, en þetta er mat blaðamannsins Marcus Barnes sem hefur skrifað heila bók um efnið. 

Í bókinni er fjallað um 80 plötubúðir víðs vegar um heiminn og í spjalli við NME velur hann tiu uppáhaldsbúðirnar sínar. Tólf tónar eru þar efst á lista og Barnes segir, „Ísland er þekkt fyrir að framleiða stórkostlega hæfileikaríka og einstaka listamenn. Þessi búð er í eigu nokkurra þeirra og þeir eru með fyrsta flokks úrval. Auk þess er búðin hönnuð svo að viðskiptavinir geti slappað af og átt samskipti við hver annan. Uppskrift að velgengni.“

Tólf tónar sem er staðsett á Skólavörðustíg í Reykjavík hefur verið rekin í tuttugu ár og gefur einnig út tónlist undir eigin merkjum. 

„Að starf manns skipti fólk máli er mjög hvetjandi og okkur þykir vænt um að fá eina rósina enn í hnappagatið. Við höfum verið á mörgum listum í gegnum tíðina og það er alltaf ánægjulegt, sérstaklega ef við trónum á toppnum.“

Frétt New Musical Express má lesa HÉR. 

Jóhannes Ágústsson, Lárus Jóhannesson og Einar „Sonic
Jóhannes Ágústsson, Lárus Jóhannesson og Einar „Sonic" Kristjánsson. Mbl.is/ Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson