Beckham kominn með nýja

Brooklyn Beckham ásamt foreldrum sínum David og Victoriu Beckham.
Brooklyn Beckham ásamt foreldrum sínum David og Victoriu Beckham. AFP

Brooklyn Beckham, elsti sonur David og Victoriu Beckham, er kominn með nýja kærustu. Beckham-sonurinn sást skemmta sér með fyrirsætunni Hönu Cross eftir bresku tískuverðlaunin í gær, mánudag, en þangað mætti hann ásamt foreldrum sínum. 

Brooklyn Beckham og fyrirsætan Cross eru í frétt Daily Mail sögð hafa verið óaðskiljanleg síðustu tvo mánuð, nú hafi það hins vegar loksins fengist staðfest. Þau skemmtu sér saman og litu út eins og ástfangið kærustupar bæði á myndbandi sem Cross birti á Instagram og á myndum sem voru teknar af þeim. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ástarmál Brooklyn Beckham komast í fréttir þrátt fyrir að hann sé aðeins 19 ára. Hann var til að mynda lengi með leikkonunni Chloë Grace Mor­etz sem er einnig komin með nýja konu upp á arminn eins og greint var frá í síðustu viku. 


View this post on Instagram

Brooklyn Beckham confirms romance with stunning model Hana Cross as they hold hands after British Fashion Awards party✨

A post shared by Celebstfi (@tficelebrities) on Dec 11, 2018 at 3:08am PST
View this post on Instagram

Bts 🌹

A post shared by Hana (@hancross) on Dec 4, 2018 at 1:33pm PST

mbl.is