Fékk ekki vinnu í heilt ár

Eris Baker og Lonnie Chavis leika með Milo Ventimiglia í ...
Eris Baker og Lonnie Chavis leika með Milo Ventimiglia í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum This is Us. AFP

This is Us-leikarinn Milo Ventimiglia greindi frá því í viðtali við Access að hann hefði verið atvinnulaus eftir Heroes-þættina og var við það að hætta að leika. Ventimiglia segist hafa ætlað að flytja til Ítalíu og reyna að finna vinnu á sveitabæ. 

Ventimiglia segist ekki hafa getað fundið starf. „Ég vann ekki í heilt almanaksár. Í heilt ár fékk ég ekki vinnu,“ segir leikarinn sem var þá liðlega þrítugur. Í dag er hann 41 árs og hefur líklega aldrei haft það betra. 

Segist hann hafa þurft að hugsa sig um hvað hann ætlaði að gera í lífinu og var hann nálægt því að flytja til Ítalíu á evrópsku vegabréfi sem hann á. Hann fékk hins vegar loks vinnu í myndinni Static sem kom út árið 2012 og eftir það fór boltinn aftur að rúlla hjá leikaranum sem sló fyrst í gegn í Gilmore Girls-þáttunum. 

mbl.is