Íhugar að hætta

Ellen Degeneres.
Ellen Degeneres. mbl.isAFP

Ólíklegt er að Ellen DeGeneres muni halda áfram um ókomna tíð sem spjallþáttastjórnandi. DeGeneres, sem stýrir hinum geysivinsæla The Ellen DeGeneres Show, var nálægt því að hætta nýlega en ákvað eftir miklar vangaveltur að endurnýja samning sinn til ársins 2020. 

DeGeners segir í viðtali New York Times  að bróðir hennar vilji gjarnan að hún haldi áfram. Telur hann mikilvægt að systir hans gleðji bandarísku þjóðina á tímum Trumps. Eiginkona hennar, leikkonan Portia de Rossi, hvetur hana hins vegar til að breyta til. 

„Hún verður reið þegar bróðir minn segir að ég geti ekki hætt,“ sagði DeGeneres um eiginkonu sína í viðtalinu sem einnig var viðstödd. 

„Mér finnst hún bara svo frábær leikkona og grínisti,“ sagði de Rossi sem sagði að sköpunarkraftur DeGeneres þyrfti ekki endilega að fara í spjallþátt. 

Ellen DeGeneres og eiginkona hennar, leikkonan Portia de Rossi.
Ellen DeGeneres og eiginkona hennar, leikkonan Portia de Rossi. AFP
mbl.is